Körfubolti

Undir­býr sig fyrir NBA tíma­bilið á bóla­kafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaylen Brown með körfuboltann og lóðin á bólakafi í sundlauginni sinni.
Jaylen Brown með körfuboltann og lóðin á bólakafi í sundlauginni sinni. @fchwpo

Jaylen Brown ætlar ekkert að slaka á þrátt fyrir velgengnina á síðustu leiktíð.  Bakvörðurinn hefur vakið athygli fyrir óvenjulegan undirbúning sinn fyrir komandi leiktíð í NBA deildinni í körfubolta.

Brown átti frábært 2023-24 tímabil með liði Boston Celtics og varð NBA meistari í fyrsta skiptið á ferlinum í júní. 

Það þótti sumum skrýtið að hann var hvorki valinn í eitt af þremur úrvalsliðum ársins og hann var heldur ekki valinn í bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Þar voru aftur á móti þrír samherjar hans.

Brown sýndi styrk sinn með stórkostlegri frammistöðu í úrslitakeppninni en hann var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna þar sem hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann er nú á fullu við æfingar þrátt fyrir að formlegar æfingarbúðir Celtics manna séu enn ekki hafnar. Brown ætlar því að mæta enn betri til leiks næsta vetur sem eru frábærar fréttir fyrir fjölda stuðningsmanna Boston Celtics.

Það eru samt aðferðir kappans sem hafa vakið umtal á netinu. Brown stundar það nefnilega að gera æfingar á bólakafi í sundlauginni sinni.

Þar má sjá hann lyfta lóðum, leika sér með bolta, standa á haus og gera alls konar þolæfingar undir yfirborðinu. Það má sjá myndir af þessum sérstöku æfingum hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×