Sport

Dag­skráin í dag: Sex bestu liðin í Bestu deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik og Valur verða bæði á ferðinni í kvöld í Bestu deildinni, þegar öll bestu liðin spila.
Breiðablik og Valur verða bæði á ferðinni í kvöld í Bestu deildinni, þegar öll bestu liðin spila. vísir/Diego

Það eru þrír afar áhugaverðir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og nítjánda umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Stöð 2 Sport

Leikur Víkings R. og ÍA verður í beinni útsendingu sem hefst klukkan 19. Víkingar verða án þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar vegna leikbanns en mega illa við öðru en sigri, með Blika andandi ofan í hálsmál þeirra.

Stúkan hefst svo strax eftir leik eða um klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 5

FH-ingar geta jafnað Val að stigum í 3. sæti með sigri í leik liðanna í Kaplakrika og ljóst að þar verður ekkert gefið eftir.

Stöð 2 BD

Breiðablik tekur á móti Fram sem er í bullandi baráttu um Evrópusæti, á meðan að Blikar ætla sér að ná Víkingum í toppbaráttunni.

Vodafone Sport

Djurgården tekur á móti Brommapojkarna í sænska boltanum klukkan 17 og laust fyrir miðnætti, klukkan 23, mætast Mets og Orioles í bandaríska hafnaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×