Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 10:15 Sögulegur leikur og sögulegur sigur. FCK FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi. FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024 Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira