Hlé vegna gagna frá ChatGPT Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2024 09:34 Pétur Jökull ásamt Snorra Sturlusyni verjanda sínum. Pétur hefur verið búsettur í Taílandi í á annað ár. Vísir Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Telja síma huldumanns hafa ferðast með Pétri Málflutningur er fyrirhugaður í dag og fyrir hann spurði Daði Kristjánsson dómari í málinu hvort sækjandi eða verjandi ætluðu að leggja fram gögn. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, svaraði játandi og afhenti dómara og Dagmar Ösp Vésteinsdóttur upplýsingar um flugferðir frá Frankfurt í Þýskalandi til Bangkok í Taílandi sumarið 2022. Meðal sönnunargagna í málinu sem lögregla telur benda til þess að Pétur Jökull sé huldumaður sem lagði á ráðin með innflutning á kókaíninu eru upplýsingar um að sími í eigu huldumannsins hafi ferðast fyrrnefnda leið á sama tíma og Pétur Jökull. Fram kom í máli aðalvarðstjóra hjá ríkislögreglustjóra fyrir dómi að meðal annars vegna þessa væri ljóst að Pétur Jökull væri sá sem gengi undir notendanöfnum á borð við Harry, Nonna og Patron Cartoon og Trucker til að hylja slóð sína. Ahugasemd við áreiðanleika gagna Snorri spurði aðalvarðstjóra við aðalmeðferðina hvort lögregla hefði kannað hvort það hefðu verið fleiri flug þennan morgun. Hann svaraði neitandi. Þeir hefðu aðeins kannað hvort Pétur Jökull hefði verið um borð í einni flugvél á þessari leið umræddan dag. Með framlagningu gagnanna vill Snorri benda á þann möguleika að síminn hafi ferðast til Taílands með annarri flugvél. Það hafi lögregla ekki kannað. Dagmar Ösp saksóknari gerði athugasemd við það að gagnanna hefði verið aflað með gervigreind. Óvíst væri hvort átt hefði verið við gögnin eða hvernig þau hefðu verið fengin. Því væri óljóst hvort gögnin gæfu rétta mynd af flugsamgöngum þennan dag og óvíst um áreiðanleika þeirra. Uppgötvaði að ChatGPT væri ókeypis í gærkvöldi Snorri benti á að í skjalinu sem hann prentaði út væri athugasemd sem hægt væri að smella á. Þær vísuðu til heimasíðna flugfélaganna. Hann væri tilbúinn að senda saksóknara og dómara þær upplýsingar. Daði dómari gerði athugasemd við að upplýsingarnar hefðu ekki legið fyrir fyrr. Snorri verjandi sagðist bara hafa áttað sig á því að hann gæti keypt sér aðgang að ChatGPT til að fá upplýsingar um flugferðir aftur í tímann. Við málflutninginn í dag mun Dagmar saksóknari reyna að sýna fram á sekt Péturs Jökuls í málinu, gera kröfu um refsingu, á meðan Snorri verjandi heldur uppi vörnum fyrir sinn skjólstæðing. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Telja síma huldumanns hafa ferðast með Pétri Málflutningur er fyrirhugaður í dag og fyrir hann spurði Daði Kristjánsson dómari í málinu hvort sækjandi eða verjandi ætluðu að leggja fram gögn. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, svaraði játandi og afhenti dómara og Dagmar Ösp Vésteinsdóttur upplýsingar um flugferðir frá Frankfurt í Þýskalandi til Bangkok í Taílandi sumarið 2022. Meðal sönnunargagna í málinu sem lögregla telur benda til þess að Pétur Jökull sé huldumaður sem lagði á ráðin með innflutning á kókaíninu eru upplýsingar um að sími í eigu huldumannsins hafi ferðast fyrrnefnda leið á sama tíma og Pétur Jökull. Fram kom í máli aðalvarðstjóra hjá ríkislögreglustjóra fyrir dómi að meðal annars vegna þessa væri ljóst að Pétur Jökull væri sá sem gengi undir notendanöfnum á borð við Harry, Nonna og Patron Cartoon og Trucker til að hylja slóð sína. Ahugasemd við áreiðanleika gagna Snorri spurði aðalvarðstjóra við aðalmeðferðina hvort lögregla hefði kannað hvort það hefðu verið fleiri flug þennan morgun. Hann svaraði neitandi. Þeir hefðu aðeins kannað hvort Pétur Jökull hefði verið um borð í einni flugvél á þessari leið umræddan dag. Með framlagningu gagnanna vill Snorri benda á þann möguleika að síminn hafi ferðast til Taílands með annarri flugvél. Það hafi lögregla ekki kannað. Dagmar Ösp saksóknari gerði athugasemd við það að gagnanna hefði verið aflað með gervigreind. Óvíst væri hvort átt hefði verið við gögnin eða hvernig þau hefðu verið fengin. Því væri óljóst hvort gögnin gæfu rétta mynd af flugsamgöngum þennan dag og óvíst um áreiðanleika þeirra. Uppgötvaði að ChatGPT væri ókeypis í gærkvöldi Snorri benti á að í skjalinu sem hann prentaði út væri athugasemd sem hægt væri að smella á. Þær vísuðu til heimasíðna flugfélaganna. Hann væri tilbúinn að senda saksóknara og dómara þær upplýsingar. Daði dómari gerði athugasemd við að upplýsingarnar hefðu ekki legið fyrir fyrr. Snorri verjandi sagðist bara hafa áttað sig á því að hann gæti keypt sér aðgang að ChatGPT til að fá upplýsingar um flugferðir aftur í tímann. Við málflutninginn í dag mun Dagmar saksóknari reyna að sýna fram á sekt Péturs Jökuls í málinu, gera kröfu um refsingu, á meðan Snorri verjandi heldur uppi vörnum fyrir sinn skjólstæðing.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00
Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45
Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35