Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:25 Rauðu örvarnar, Red Arrows, á æfingu fyrr á árinu í tilefni 60 ára afmælis flugsveitarinnar. Royal Air Force Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira