Óvenjulegur grafreitur reistur á Seltjarnarnesi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:27 Grafreiturinn verður líklega með þeim kaldari hér á landi. Vísir/Samsett Á laugardaginn kemur verður einn sérkennilegasti og líklega tímabundnasti grafreitur Íslandssögunnar reistur á Seltjarnarnesi. Á hátíðlegri athöfn verður jöklagrafreiturinn vígður en þar verður legsteinum jökla, horfinna og þeirra sem eru við það að hverfa, komið fyrir og verða þeir úr ís. Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira