Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 14:06 Konan lést úr ofnæmislosti eftir að hún borðaði á veitingastað í Disney World-skemmtigarðinum á Flórída í október 2023. Vísir/EPA Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga. Disney Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga.
Disney Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira