Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:36 Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra. Vísir/Vilhelm Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43