Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 06:31 Imane Khelif með gullverðlaun sín og svo þau J.K. Rowling og Elon Musk Getty Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024 Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00
Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01