Tíu sem vert er að fylgjast með: Füllkrug, framherjar í Manchester og Ítali í Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 21:31 Fæddur til að spila fyrir Hamrana. West Ham United Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað og í tilefni þess tók breska ríkisútvarpið, BBC, saman tíu leikmenn sem eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild Englands og vert er að fylgjast með. Riccardo Calafiori (Arsenal) Um er að ræða 22 ára gamlan varnarmann frá Ítalíu sem blómstraði á EM í sumar. Hárbandið og hárið minnir á varnarmann frá Ítalíu í upphafi aldar, það sama er hægt að segja um leikstíl varnamannsins. Hann er miðvörður að upplagi en mun að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar hjá Mikel Arteta.Masashi Hara/Getty Images Joshua Zirkzee (Manchester United) Þessi 23 ára Hollendingur átti frábært tímabil með Bologna í Serie A á Ítalíu á síðustu leiktíð. Hann kom að 19 mörkum í 37 deildarleikjum þegar Bologna tryggði sér Meistaradeildarsæti. Zirkzee sjálfur segir að hann sé meiri fölsk nía heldur en framherji af gamla skólanum og því verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í lið Rauðu Djöflanna.Richard Sellers/Getty Images Sávio Moreira de Oliveira (Manchester City) Þessi tvítugi Brasilíumaður er einfaldlega þekktur sem Sávio. Hann kemur til Manchester City frá systurfélagi liðsins Troyes þar sem hann spilaði þó aldrei leik. Á síðustu leiktíð blómstraði hann með Girona á Spáni, öðru félagi í eigu City Football Group, og var því var næsta skref eðlilega til Man City sem trónir á toppi liðanna sem CFG á.EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Niclas Füllkrug (West Ham United) Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins. Er að blómstra núna undir lok ferilsins en framherjinn er orðinn 31 árs. Skoraði 15 mörk fyrir Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og vonast til að endurtaka leikinn með Hömrunum á komandi leiktíð.Crystal Pix/Getty Images Daichi Kamada (Crystal Palace) Kamada lék undir stjórn Oliver Glasner, þjálfara Palace, hjá Eintracht Frankfurt. Er 27 ára gamall sóknarþenkjandi miðjumaður sem kemur frá Lazio á Ítalíu. Á eflaust að hjálpa til við að fylla skarð Michael Olise sem fór til Bayern München í sumar.EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI Lucas Bergvall (Tottenham Hotspur) 18 ára gamall miðjumaður sem var einnig orðaður við Barcelona áður en hann ákvað að ganga í raðir Tottenham.EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Jake O‘Brien (Everton) Írskur miðvörður sem gekk í raðir Everton frá Lyon á 17 milljónir sterlingspunda. Er 23 ára gamall.EPA-EFE/Teresa Suarez Nikola Milenković (Nottingham Forest) Serbneskur 26 ára gamall miðvörður með 56 A-landsleiki á bakinu. Mun þurfa að tækla og skalla mikið í vetur ætli Forest að halda sér uppi.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Liam Delap (Ipswich Town) Framherji sem er 21 árs gamall og þarf heldur betur að eiga gott tímabil ætli drengirnir hans Kieran McKenna að halda sér í deild þeirra bestu. Er sonur goðsagnarinnar Rory Delap.EPA-EFE/TIM KEETON Dean Huijsen (Bournemouth) Enn einn miðvörðurinn á listanum. Þessi er 19 ára gamall og var á láni hjá Roma frá Juventus á síðustu leiktíð. Gekk óvænt í raðir Bournemouth en stefnir eflaust hærra þegar fram líða stundir.EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Riccardo Calafiori (Arsenal) Um er að ræða 22 ára gamlan varnarmann frá Ítalíu sem blómstraði á EM í sumar. Hárbandið og hárið minnir á varnarmann frá Ítalíu í upphafi aldar, það sama er hægt að segja um leikstíl varnamannsins. Hann er miðvörður að upplagi en mun að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar hjá Mikel Arteta.Masashi Hara/Getty Images Joshua Zirkzee (Manchester United) Þessi 23 ára Hollendingur átti frábært tímabil með Bologna í Serie A á Ítalíu á síðustu leiktíð. Hann kom að 19 mörkum í 37 deildarleikjum þegar Bologna tryggði sér Meistaradeildarsæti. Zirkzee sjálfur segir að hann sé meiri fölsk nía heldur en framherji af gamla skólanum og því verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í lið Rauðu Djöflanna.Richard Sellers/Getty Images Sávio Moreira de Oliveira (Manchester City) Þessi tvítugi Brasilíumaður er einfaldlega þekktur sem Sávio. Hann kemur til Manchester City frá systurfélagi liðsins Troyes þar sem hann spilaði þó aldrei leik. Á síðustu leiktíð blómstraði hann með Girona á Spáni, öðru félagi í eigu City Football Group, og var því var næsta skref eðlilega til Man City sem trónir á toppi liðanna sem CFG á.EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Niclas Füllkrug (West Ham United) Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins. Er að blómstra núna undir lok ferilsins en framherjinn er orðinn 31 árs. Skoraði 15 mörk fyrir Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og vonast til að endurtaka leikinn með Hömrunum á komandi leiktíð.Crystal Pix/Getty Images Daichi Kamada (Crystal Palace) Kamada lék undir stjórn Oliver Glasner, þjálfara Palace, hjá Eintracht Frankfurt. Er 27 ára gamall sóknarþenkjandi miðjumaður sem kemur frá Lazio á Ítalíu. Á eflaust að hjálpa til við að fylla skarð Michael Olise sem fór til Bayern München í sumar.EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI Lucas Bergvall (Tottenham Hotspur) 18 ára gamall miðjumaður sem var einnig orðaður við Barcelona áður en hann ákvað að ganga í raðir Tottenham.EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Jake O‘Brien (Everton) Írskur miðvörður sem gekk í raðir Everton frá Lyon á 17 milljónir sterlingspunda. Er 23 ára gamall.EPA-EFE/Teresa Suarez Nikola Milenković (Nottingham Forest) Serbneskur 26 ára gamall miðvörður með 56 A-landsleiki á bakinu. Mun þurfa að tækla og skalla mikið í vetur ætli Forest að halda sér uppi.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Liam Delap (Ipswich Town) Framherji sem er 21 árs gamall og þarf heldur betur að eiga gott tímabil ætli drengirnir hans Kieran McKenna að halda sér í deild þeirra bestu. Er sonur goðsagnarinnar Rory Delap.EPA-EFE/TIM KEETON Dean Huijsen (Bournemouth) Enn einn miðvörðurinn á listanum. Þessi er 19 ára gamall og var á láni hjá Roma frá Juventus á síðustu leiktíð. Gekk óvænt í raðir Bournemouth en stefnir eflaust hærra þegar fram líða stundir.EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31