Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 12:51 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“ Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“
Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32