Innlent

Sex sóttu um em­bætti for­stjóra Náttúru­fræði­stofnunar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra tilkynnti um breytingarnar á stofnunum  ráðuneytisins síðasta vetur og voru breytingarnar samþykktar á þingi í vor. 
Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra tilkynnti um breytingarnar á stofnunum  ráðuneytisins síðasta vetur og voru breytingarnar samþykktar á þingi í vor.  Vísir/Vilhelm

Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Meðal umsækjenda eru settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar, líftæknir og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknirnar. 

Embættið var auglýst í byrjun júlí í kjölfar breytinga á stofnununum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Umsækjendur eru þau:

  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
  • Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
  • Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
  • Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
  • María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur 
  • Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hæfnisnefnd hafi verið skipuð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og að hún muni meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Nefndina skipa Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi sem er formaður nefndarinnar, Kristján Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Finnur Árnason, formaður stjórnar NLSH.


Tengdar fréttir

Nýjar stofnanir hafi aðsetur á landsbyggðinni

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri.

Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra sýni gott for­dæmi

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×