Frumkvöðlar framtíðarinnar: Að breyta brestum og nýta neikvætt til nýsköpunar Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mannréttindi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun