„Við gáfum þeim þetta mark“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 21:10 Rúnar Kristinsson (til hægri), þjálfari Fram. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. „Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Sjá meira
„Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05