Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 21:30 Hefur lagt sundskýluna á hilluna, allavega þegar kemur að keppni í dýfingum. Mike Egerton/Getty Images Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira
Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira