Ylja og skaðaminnkun Willum Þór Þórsson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Willum Þór Þórsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun