Hulda Clara kórónaði frábært sumar með sigri í Hvaleyrarbikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 09:00 Hulda Clara Gestsdóttir fagnar sigri í Hvaleyrarbikarnum í gær. GSÍmyndir/Seth@gsi.is Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur fögnuðu sigri í Hvaleyrarbikarnum í golfi um helgina en mótið var lokamótið á stigamótaröð GSÍ 2024. Hulda Clara kórónaði þar með glæsilegt sumar hjá sér því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði og sigurinn í Hvaleyrarbikarnum tryggði henni einnig stigameistaratitilinn. Hún var einnig að vinna Hvaleyrarbikarinn annað árið í röð. Hulda lék hringina þrjá á 76, 73 og 76 höggum. Hún tók forystuna á öðrum keppnisdegi og sigraði með fimm högga mun þegar uppi var staðið. Mosfellingarnir Eva Kristinsdóttir og Berglind Erla Baldursdóttir komu næstar. Berglind Björnsdóttir úr GR fór holu í höggi í mótinu. Sló hún draumahöggið á tólftu holunni á öðrum keppnisdegi. Tómas byrjaði mótið frábærlega þegar hann setti vallarmet á fyrsta degi með því að spila á 65 höggum. Forskotið minnkaði þegar leið á mótið en Tómas hélt velli og sigraði með eins höggs mund. Hann lék samtals á fimm höggum undir pari og hringina þrjá á 65, 71 og 75 höggum. Breki Gunnarsson Arndal úr GKG og Jóhann Frank Halldórsson úr GR komu næstir. Stigameistari karla varð Aron Snær Júlíusson úr GKG sem einnig er Íslandsmeistari og varð hann stigameistari í annað sinn. Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, urðu stigameistarar GSÍ 2024.gsímyndir/seth@gsi.is Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hulda Clara kórónaði þar með glæsilegt sumar hjá sér því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði og sigurinn í Hvaleyrarbikarnum tryggði henni einnig stigameistaratitilinn. Hún var einnig að vinna Hvaleyrarbikarinn annað árið í röð. Hulda lék hringina þrjá á 76, 73 og 76 höggum. Hún tók forystuna á öðrum keppnisdegi og sigraði með fimm högga mun þegar uppi var staðið. Mosfellingarnir Eva Kristinsdóttir og Berglind Erla Baldursdóttir komu næstar. Berglind Björnsdóttir úr GR fór holu í höggi í mótinu. Sló hún draumahöggið á tólftu holunni á öðrum keppnisdegi. Tómas byrjaði mótið frábærlega þegar hann setti vallarmet á fyrsta degi með því að spila á 65 höggum. Forskotið minnkaði þegar leið á mótið en Tómas hélt velli og sigraði með eins höggs mund. Hann lék samtals á fimm höggum undir pari og hringina þrjá á 65, 71 og 75 höggum. Breki Gunnarsson Arndal úr GKG og Jóhann Frank Halldórsson úr GR komu næstir. Stigameistari karla varð Aron Snær Júlíusson úr GKG sem einnig er Íslandsmeistari og varð hann stigameistari í annað sinn. Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, urðu stigameistarar GSÍ 2024.gsímyndir/seth@gsi.is
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira