Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming Atli Már Guðfinsson skrifar 12. ágúst 2024 09:27 Þóra Ólafs „Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar. Ásamt Hörpu standa eiginmaður hennar, Þórir Viðarsson, og félagi þeirra, Adam Scanlon, að Next Level Gaming en þeir hafa báðir spilað síðan í barnæsku og verið virkir á íslensku rafíþróttasenunni. „Og eins og Þórir segir þá er það yndisleg tilfinning að vinna við áhugamálið sitt,“ segir Harpa og bætir við að tölvuleikir eigi hug og hjarta Adams og hann hafi staðið fyrir viðburðum og samfélagskvöldum hér á landi af miklum krafti. Til dæmis í tengslum við Mario Cart. „Þórir stofnaði rafíþróttadeild KR og hefur verið yfirþjálfari hjá Arena í Breiðablik. Hann hefur mikla ástríðu fyrir því að byggja upp íþróttina hér á landi og fá alla með sér enda segir hann oft að við verðum fyrst gömul þegar við hættum að leika okkur!“ Sjálf segist Harpa ekki hafa verið mikið í tölvuleikjum sem barn og unglingur þótt hún hafi reyndar alltaf haft gaman að Nintendo. „Núna spila ég mest með börnunum mínum. En svo var ég að prufa staðinn okkar eitt kvöldið með nokkrum vinum og það var alveg hreint ótrúlega gaman þannig að Next Level Gaming er klárlega líka fyrir þau sem eru ekki vön að spila mikið.“ Toppurinn yfir i-ið í Egilshöll Rúmt ár er síðan þremenningarnir hófust handa við að breyta tómum fimleikasal í Egilshöll í leikjasalinn sem þau opnuðu loks á frídegi verslunarmanna. „Okkur fannst Egilshöllin vera fullkomin staðsetning fyrir rafíþróttasetur og því kom ekkert annað til greina en að sækjast eftir rýminu,“ segir Harpa og bætir við að þau sjái fyrir sér að NLG geti orðið til þess að efla rafíþróttir á Íslandi enn frekar.„Grafarvogurinn er gríðarlega stór, hér búa mörg börn og miklir möguleikar í boði. Við stofnuðum því rafíþróttadeild með íþróttafélaginu Fjölni sem er einmitt með aðsetur í Egilshöllinni,“ heldur Harpa áfram og bendir á að um þessar mundir séu rafíþróttadeildir víða að „poppa upp“ bæði á landsbyggðinni og Stór-Reykjavíkursvæðinu en alveg hafi vantað rafíþróttafélag í Grafarvoginum. „Next Level Gaming er eiginlega toppurinn yfir i-ið hér í Egilshöll,“ segir Harpa og bendir á að þrátt fyrir frábært framboð á íþróttum á svæðinu hafi vantað almennilegan vettvang fyrir rafíþróttirnar. „Svo eru að opna hérna golfhermar með haustinu, sem veitir enn frekari aðstöðu til að æfa sig og bæta í sportinu án þess að eiga hættu á að verða veðurbarinn.“ Þóra Ólafs Tölvuleikir fyrir alla Harpa segir aðspurð að þau hjá Next Level Gaming vilji veg rafíþrótta sem mestan á Íslandi og þannig megi vissulega tala um þetta sem ákveðið hugsjónastarf. „Eitt af okkar meginmarkmiðum er að Next Level Gaming efli rafíþróttir og stuðli að því að þær verði stærri á Íslandi. Okkur langar að vinna markvisst að vinna að þessu í góðu samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) og önnur íþróttafélög enda snýst þetta um að efla heildina og fá virkar deildir um land allt svo allir eigi tök á að vera með.“ NLG ætli því að halda íþróttamót ekki ósvipuð þeim sem þekkjast í knattspyrnunni og öðru rótgrónu sporti. „Á hverjum mánudegi verður til dæmis haldið svokallað „minimót“ í mismunandi tölvuleikjum í samvinnu við RÍSÍ og það verður mjög skemmtilegt að fylgjast með hvernig það þróast.“ Félagslegi þátturinn er Hörpu og félögum þannig mjög ofarlega í huga. „Við viljum líka geta sameinað fjölskyldur og vini í að spila saman og bjóða upp á aðstöðu fyrir fólki á öllum aldri til að koma, spila og upplifa alla flóruna af þeim leikjum sem til eru. Tölvuleikir eru fyrir alla og þeir geta styrkt sambönd, samskipti og hæfnina til að hugsa hratt, strategískt og vinna með öðrum.“ Hressleiki og jákvæð orka Nova er tæknilegur bakhjarl Next Level Gaming en Harpa segir þau strax hafa hugsað til fyrirtækisins þegar kom að því að finna fjarskiptasamstarfsaðila. „Enda passar Nova svo vel við okkar hugmyndafræði; hressleikinn og þessi jákvæða orka sem umlykur Nova er akkúrat það sem við vildum tileinka okkur hjá Next Level Gaming.“ Hún segir háhraðatenginguna sem Nova leggur til líka tryggja að spilunarupplifunin verði sem best enda sé þeim mjög mikilvægt að geta tryggt gæði fyrir alla spilara. „En við deilum líka sömu hugsjón og Nova þegar kemur að tölvuleikjanotkun barna og að það sé vel hægt að nálgast tölvuleiki og rafíþróttir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, tekur undir þetta. „Við sjáum að til að þess að styðja almennilega við rafíþróttastarfið þarf aðgengi að háhraðaneti til að tryggja góða spilun, styrkja grasrótina og síðast en ekki síst bara almennt endurskoða hvernig við nálgumst tölvuleikja- og skjánotkun barnanna okkar,“ segir Sigurbjörn. Þóra Ólafs Jákvæðar samverustundir „Við hjá Nova höfum við einmitt farið inn á skjátímann með Geðræktarstarfinu okkar og höfum í samstarfi við Esports Coaching Academy meðal annars þróað fræðsluefni fyrir foreldra um hvernig sé hægt sé að breyta skjátíma í „Já-tíma“. Þar geta foreldrar fengið góð ráð og leiðbeiningar um bæði hvernig má stilla af skjánotkun en líka hvernig hægt er að nýta tölvuleiki til að hjálpa börnum að þróa andlegan styrk, við félagsmótun og einfaldlega tengjast börnunum sínum enn betur og eiga saman skemmtilega stund.“ Harpa segir Sigurbjörn þarna koma inn á góðan punkt en þau vilji einmitt efla fjölskyldusamveruna í kringum tölvuleikjanotkun. „Með því að gefa börnum tækifæri til að bjóða foreldrum sínum inn í leikjaheiminn, sýna þeim áhugamálin sín og hvað þau eru að æfa sig í hverju sinni. Allt til alls Við viljum að Next Level Gaming sé staður fyrir alla og að fjölskyldur geti þar fundið allskonar skemmtilegt til að gera saman. Við verðum reglulega með sérstaka fjölskyldutíma þar sem við hvetjum krakka til að taka með sér mömmu og pabba, og jafnvel ömmu og afa - við lofum góðri skemmtun fyrir alla.“ Harpa segir þetta til dæmis upplagt þegar það vanti eitthvað til að gera um helgar og börnin eftir vill á mismunandi reki. Þegar Harpa er spurð hvort hún geti nefnt eitthvað sem þau séu sérlega ánægð með að geta boðið upp á í Egilshöll stendur ekki heldur á svörum: „Við erum fyrst og fremst ótrúlega stolt af því að geta boðið upp á frábæran búnað, háhraðatengingu af bestu gerð, og auðvitað starfsemi fyrir rafíþróttaiðkendur. Einnig erum við sérstaklega stolt af sýndarveruleika básunum okkar sem er virkilega skemmtileg afþreying og öðruvísi upplifun,“ segir Harpa og bætir við að þau séu líka mjög upp mér sér yfir því að Dusty, stærsta rafíþróttaliðið á Íslandi, hafi kosið að hafa æfingaaðstöðu sína hjá Next Level Gaming. Þóra Ólafs Next Level Gaming á samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/nlg.is/ https://www.facebook.com/nextlevelgaming.is Rafíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti
Ásamt Hörpu standa eiginmaður hennar, Þórir Viðarsson, og félagi þeirra, Adam Scanlon, að Next Level Gaming en þeir hafa báðir spilað síðan í barnæsku og verið virkir á íslensku rafíþróttasenunni. „Og eins og Þórir segir þá er það yndisleg tilfinning að vinna við áhugamálið sitt,“ segir Harpa og bætir við að tölvuleikir eigi hug og hjarta Adams og hann hafi staðið fyrir viðburðum og samfélagskvöldum hér á landi af miklum krafti. Til dæmis í tengslum við Mario Cart. „Þórir stofnaði rafíþróttadeild KR og hefur verið yfirþjálfari hjá Arena í Breiðablik. Hann hefur mikla ástríðu fyrir því að byggja upp íþróttina hér á landi og fá alla með sér enda segir hann oft að við verðum fyrst gömul þegar við hættum að leika okkur!“ Sjálf segist Harpa ekki hafa verið mikið í tölvuleikjum sem barn og unglingur þótt hún hafi reyndar alltaf haft gaman að Nintendo. „Núna spila ég mest með börnunum mínum. En svo var ég að prufa staðinn okkar eitt kvöldið með nokkrum vinum og það var alveg hreint ótrúlega gaman þannig að Next Level Gaming er klárlega líka fyrir þau sem eru ekki vön að spila mikið.“ Toppurinn yfir i-ið í Egilshöll Rúmt ár er síðan þremenningarnir hófust handa við að breyta tómum fimleikasal í Egilshöll í leikjasalinn sem þau opnuðu loks á frídegi verslunarmanna. „Okkur fannst Egilshöllin vera fullkomin staðsetning fyrir rafíþróttasetur og því kom ekkert annað til greina en að sækjast eftir rýminu,“ segir Harpa og bætir við að þau sjái fyrir sér að NLG geti orðið til þess að efla rafíþróttir á Íslandi enn frekar.„Grafarvogurinn er gríðarlega stór, hér búa mörg börn og miklir möguleikar í boði. Við stofnuðum því rafíþróttadeild með íþróttafélaginu Fjölni sem er einmitt með aðsetur í Egilshöllinni,“ heldur Harpa áfram og bendir á að um þessar mundir séu rafíþróttadeildir víða að „poppa upp“ bæði á landsbyggðinni og Stór-Reykjavíkursvæðinu en alveg hafi vantað rafíþróttafélag í Grafarvoginum. „Next Level Gaming er eiginlega toppurinn yfir i-ið hér í Egilshöll,“ segir Harpa og bendir á að þrátt fyrir frábært framboð á íþróttum á svæðinu hafi vantað almennilegan vettvang fyrir rafíþróttirnar. „Svo eru að opna hérna golfhermar með haustinu, sem veitir enn frekari aðstöðu til að æfa sig og bæta í sportinu án þess að eiga hættu á að verða veðurbarinn.“ Þóra Ólafs Tölvuleikir fyrir alla Harpa segir aðspurð að þau hjá Next Level Gaming vilji veg rafíþrótta sem mestan á Íslandi og þannig megi vissulega tala um þetta sem ákveðið hugsjónastarf. „Eitt af okkar meginmarkmiðum er að Next Level Gaming efli rafíþróttir og stuðli að því að þær verði stærri á Íslandi. Okkur langar að vinna markvisst að vinna að þessu í góðu samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) og önnur íþróttafélög enda snýst þetta um að efla heildina og fá virkar deildir um land allt svo allir eigi tök á að vera með.“ NLG ætli því að halda íþróttamót ekki ósvipuð þeim sem þekkjast í knattspyrnunni og öðru rótgrónu sporti. „Á hverjum mánudegi verður til dæmis haldið svokallað „minimót“ í mismunandi tölvuleikjum í samvinnu við RÍSÍ og það verður mjög skemmtilegt að fylgjast með hvernig það þróast.“ Félagslegi þátturinn er Hörpu og félögum þannig mjög ofarlega í huga. „Við viljum líka geta sameinað fjölskyldur og vini í að spila saman og bjóða upp á aðstöðu fyrir fólki á öllum aldri til að koma, spila og upplifa alla flóruna af þeim leikjum sem til eru. Tölvuleikir eru fyrir alla og þeir geta styrkt sambönd, samskipti og hæfnina til að hugsa hratt, strategískt og vinna með öðrum.“ Hressleiki og jákvæð orka Nova er tæknilegur bakhjarl Next Level Gaming en Harpa segir þau strax hafa hugsað til fyrirtækisins þegar kom að því að finna fjarskiptasamstarfsaðila. „Enda passar Nova svo vel við okkar hugmyndafræði; hressleikinn og þessi jákvæða orka sem umlykur Nova er akkúrat það sem við vildum tileinka okkur hjá Next Level Gaming.“ Hún segir háhraðatenginguna sem Nova leggur til líka tryggja að spilunarupplifunin verði sem best enda sé þeim mjög mikilvægt að geta tryggt gæði fyrir alla spilara. „En við deilum líka sömu hugsjón og Nova þegar kemur að tölvuleikjanotkun barna og að það sé vel hægt að nálgast tölvuleiki og rafíþróttir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, tekur undir þetta. „Við sjáum að til að þess að styðja almennilega við rafíþróttastarfið þarf aðgengi að háhraðaneti til að tryggja góða spilun, styrkja grasrótina og síðast en ekki síst bara almennt endurskoða hvernig við nálgumst tölvuleikja- og skjánotkun barnanna okkar,“ segir Sigurbjörn. Þóra Ólafs Jákvæðar samverustundir „Við hjá Nova höfum við einmitt farið inn á skjátímann með Geðræktarstarfinu okkar og höfum í samstarfi við Esports Coaching Academy meðal annars þróað fræðsluefni fyrir foreldra um hvernig sé hægt sé að breyta skjátíma í „Já-tíma“. Þar geta foreldrar fengið góð ráð og leiðbeiningar um bæði hvernig má stilla af skjánotkun en líka hvernig hægt er að nýta tölvuleiki til að hjálpa börnum að þróa andlegan styrk, við félagsmótun og einfaldlega tengjast börnunum sínum enn betur og eiga saman skemmtilega stund.“ Harpa segir Sigurbjörn þarna koma inn á góðan punkt en þau vilji einmitt efla fjölskyldusamveruna í kringum tölvuleikjanotkun. „Með því að gefa börnum tækifæri til að bjóða foreldrum sínum inn í leikjaheiminn, sýna þeim áhugamálin sín og hvað þau eru að æfa sig í hverju sinni. Allt til alls Við viljum að Next Level Gaming sé staður fyrir alla og að fjölskyldur geti þar fundið allskonar skemmtilegt til að gera saman. Við verðum reglulega með sérstaka fjölskyldutíma þar sem við hvetjum krakka til að taka með sér mömmu og pabba, og jafnvel ömmu og afa - við lofum góðri skemmtun fyrir alla.“ Harpa segir þetta til dæmis upplagt þegar það vanti eitthvað til að gera um helgar og börnin eftir vill á mismunandi reki. Þegar Harpa er spurð hvort hún geti nefnt eitthvað sem þau séu sérlega ánægð með að geta boðið upp á í Egilshöll stendur ekki heldur á svörum: „Við erum fyrst og fremst ótrúlega stolt af því að geta boðið upp á frábæran búnað, háhraðatengingu af bestu gerð, og auðvitað starfsemi fyrir rafíþróttaiðkendur. Einnig erum við sérstaklega stolt af sýndarveruleika básunum okkar sem er virkilega skemmtileg afþreying og öðruvísi upplifun,“ segir Harpa og bætir við að þau séu líka mjög upp mér sér yfir því að Dusty, stærsta rafíþróttaliðið á Íslandi, hafi kosið að hafa æfingaaðstöðu sína hjá Next Level Gaming. Þóra Ólafs Next Level Gaming á samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/nlg.is/ https://www.facebook.com/nextlevelgaming.is
Rafíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti