Innlent

Einn var stunginn í Breið­holti

Jón Þór Stefánsson og Jón Ísak Ragnarsson skrifa
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum.

Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í Kópavogi, í samtali við fréttastofu. Sá sem var stunginn er ekki talinn alvarlega slasaður.

Gunnar segir að fleira fólk hafi verið í íbúðinni. Um er að ræða fólk á þrítugsaldri.

Tveir bílar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðina í dag.

Tilkynning barst lögreglunni um eittleytið í dag.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, staðfesti aðkomu sérsveitarinnar í samtali við fréttastofu.

Bjarni Ingimarsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að sjúkrabíll á þeirra vegum hafi verið sendur á vettvang, og minnst einn hafi verið fluttur á Landspítalann.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:53




Fleiri fréttir

Sjá meira


×