Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 15:03 Ragnar lagði orð í belg í umræðunni um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum. Vísir/Getty „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu. Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent