Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 12:15 Ásta Eir Árnadóttir fagnar því að fá systur sína heim í Kópavoginn. Þær eru báðar klárar í slaginn í dag. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira