Innlent

Vara við gasmengun við upp­tök Skálmar og Múlakvíslar

Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K.

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá seinnipartinum í gær en vatnshæðin hefur haldist nokkuð stöðug.

Veðurstofan bendir á þetta á vef sínum og biður folk um að sýna aðgát við upptök ánna þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

„Þetta er að við sjáum hækkun í rafleiðni sem gæti þýtt, eða við teljum að þýði, leki jarðhitavatns frá Mýrdalsjökli þar sem við sjáum ekki hækkun í vatnshæðinni,“ segir Elísabet Þórdís Hauksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá veðurstofunni.

„Í hlaupinu sem var fyrir tveimur vikum sáum við hækkun í vatnshæð, hækkun í rafleiðni og óróa í Mýrdalsjökli. Núna sjáum við ekki hækkun í vatnshæð, en við sjáum mikla hækkun í rafleiðni og það er ekki órói í Mýrdalsjökli. Við sjáum enga hækkun í vatnshæð eins og er.“

Lögreglan á Suðurlandi segist ætla að fylgjast með framvindu mála og bregðast við ef þurfa þykir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×