Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 16:00 Trump kemur á blaðamannafund í Mar-a-Lago í gær. AP/Alex Brandon Fullyrðingar Donalds Trump um að Bandaríkjaforseti ætti að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa vakið áhyggjur af sjálfstæði bankans komist Trump aftur til valda. Trump telur sig hafa meira vit á peningum en stjórnendur bankans. Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira