Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Tannlæknarnir Ákos Dávid Mirk (t.v.) og Balazs Szendrei (t.h.) eru tveir fjögurra eigenda nýju tannlæknastofunnar sem verður opnuð í Ármúla 26 í næsta mánuði. Aðsend Fyrirtæki sem hefur staðið fyrir ferðum með Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands ætlar að opna stofu á Íslandi í næsta mánuði. Ætlunin er að bjóða upp á lægra verð en tíðkast á Íslandi. Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir. Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir.
Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira