Evrópska rafhlaupahjólaleigan Bolt opnar á Íslandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:28 Bolt byrjar með 800 hlaupahjól í Reykjavík. Mynd/Bolt Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar. Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar.
Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira