Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 19:28 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Vísir/Bjarni Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir. Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir.
Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05
Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42