Innlent

Enginn hand­tekinn í sérsveitaraðgerð í Voga­hverfi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna lögregluútkalls í Vogahverfi í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna lögregluútkalls í Vogahverfi í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sérsveitin var kölluð til í lögregluaðgerð í Vogahverfi í Reykjavík í dag.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá. Hún sagði verkefnið á vegum lögreglunnar, og sérsveitin aðeins til aðstoðar.

Lögreglan hefur nú gefið frá sér tilkynningu þar sem að segir að engin hafi verið handtekinn og að aðgerðin hafi fengið farsælan endi.

Ekki hefur náðst í fulltrúa lögreglunnar við vinnslu fréttarinnar.

Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×