Stanslaus slagsmál stjörnunýliðans Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2024 10:00 Margir eru spenntir að sjá Nabers í NFL-deildinni í vetur, ekki síst stuðningsmenn New York Giants. Getty Það gengur á ýmsu á sameiginlegum æfingum NFL-liðanna Detroit Lions og New York Giants sem undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Nýliðinn Malik Nabers grípur fyrirsagnirnar. Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira