Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 10:00 Lin Yu-ting og Imane Khelif voru til umræðu en önnur mál voru tekin fyrir óumbeðið. getty / fotojet Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a> Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a>
Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira