Sport

Suður-Kórea með fullt hús af gulli í bogfimikeppni ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Woo-jin og Lim Si-hyeon unnu bæði þrenn gullverðlaun á þessum Ólympíuleikum og eru því í hópi sigursælustu íþróttamanna leikanna.
Kim Woo-jin og Lim Si-hyeon unnu bæði þrenn gullverðlaun á þessum Ólympíuleikum og eru því í hópi sigursælustu íþróttamanna leikanna. Getty/Alex Pantling/

Suður Kórea vann öll fimm gullverðlaunin í boði í bogfimi á Ólympíuleikunum í París en síðasti keppnisdagurinn var í dag.

Kóreumenn unnu að auki eitt silfur og eitt brons. Frakkar og Bandaríkjamenn unnu líka eitt af hvoru og því samtals tvenn verðlaun.

Kim Woo-jin og Lim Si-hyeon unnu bæði þrenn gullverðlaun.

Kim Woo-jin vann einstaklingskeppni karla og liðakeppni karla með Suður Kóreu. Hann er 32 ára gamall og hefur nú unnið samtals fimm gullverðlaun á þremur Ólympíuleikum.

Lim Si-hyeon vann einstaklingskeppni kvenna og liðakeppni kvenna með Suður Kóreu. Hún er aðeins nítján ára gömul og var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

Þau unnu síðan gullið saman í keppni blandaðra liða.

Suður Kóreumenn gerðu betur en á síðustu leikum í Tókýo þegar þeir unnu fjögur af fimm gullverðlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×