Innlent

Kajakræðarar í hættu hífðir upp

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrlan að störfum.
Þyrlan að störfum. noam almosnino

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fyrir skömmu útkalli við Skildinganes þar sem tveir kajakræðarar ráku frá landi. Heppileg staðsetning þyrlunnar skipti sköpum. 

Útkall barst Gæslunni á meðan þyrlan var á flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur með tvo veika einstaklinga innanborðs. 

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta við fréttastofu. 

„Þyrlan fór bara rakleiðis í það verkefni, þetta gerðist allt mjög hratt“ segir Ásgeir. 

Ræðararnir voru hífiðir upp um klukkan sjö.noam almosnino

„Okkur barst tilkynning frá Neyðarlínunni um ræðara sem ráku frá landi og voru þá, eðli máls samkvæmt í hættu. Það þurfti hraðar hendur.“

Þyrlan lenti því með fjóra einstaklinga á Reykjavíkurflugvelli nú klukkan sjö. Kajakræðararnir eru kaldir en heilir á húfi að sögn Ásgeirs. 

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir sömuleiðis að lögreglan hafi verið kölluð til vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×