Staða Arnars hafði verið ótraust um hríð Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2024 10:46 Arnar stýrði sínum síðasta leik með Val í 4-1 tapi fyrir St. Mirren í Skotlandi í gær. Getty Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik. Valur tapaði 4-1 fyrir St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld og féll þannig úr keppni. Örfáum klukkustundum eftir leik tilkynnti knattspyrnudeild félagsins að Arnari Grétarssyni hefði verið sagt upp störfum og að Túfa myndi taka við. Samkvæmt heimildum Vísis hafði staða hans sem þjálfari Valsliðsins verið til alvarlegrar skoðunar í einhverjar vikur og var 4-1 tap fyrir Fram kornið sem fyllti mælinn. Valsmenn stukku til þegar ljóst var að Túfa væri að flytja heim og laus undan sínum samningi í Svíþjóð. Hann þjálfaði lið Skövde áður en hann sagði upp 15. júlí síðastliðinn og flutti til Íslands. Þetta rímar við orð formanns knattspyrnudeildar, Barkar Edvardssonar, sem sagði ástæðu þjálfarabreytingarinnar vera þá að almenn stefna Valsliðsins væri ekki rétt. Liðið væri á rangri leið. „Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin, “ var haft eftir Berki í yfirlýsingu Vals í gær. Túfa stýrir Val í fyrsta sinn gegn fyrrum félögum hans í KA. Liðin eigast við norðan heiða á þriðjudaginn næst komandi. Túfa var leikmaður KA frá 2006 til 2013 og var í þjálfarateymi liðsins til 2018, þar af sem aðalþjálfari frá 2015 til 2018. Arnar Grétarsson vildi ekki tjá sig um brotthvarfið frá Val að svo stöddu þegar íþróttadeild Vísis innti eftir slíku í morgun. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira
Valur tapaði 4-1 fyrir St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld og féll þannig úr keppni. Örfáum klukkustundum eftir leik tilkynnti knattspyrnudeild félagsins að Arnari Grétarssyni hefði verið sagt upp störfum og að Túfa myndi taka við. Samkvæmt heimildum Vísis hafði staða hans sem þjálfari Valsliðsins verið til alvarlegrar skoðunar í einhverjar vikur og var 4-1 tap fyrir Fram kornið sem fyllti mælinn. Valsmenn stukku til þegar ljóst var að Túfa væri að flytja heim og laus undan sínum samningi í Svíþjóð. Hann þjálfaði lið Skövde áður en hann sagði upp 15. júlí síðastliðinn og flutti til Íslands. Þetta rímar við orð formanns knattspyrnudeildar, Barkar Edvardssonar, sem sagði ástæðu þjálfarabreytingarinnar vera þá að almenn stefna Valsliðsins væri ekki rétt. Liðið væri á rangri leið. „Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin, “ var haft eftir Berki í yfirlýsingu Vals í gær. Túfa stýrir Val í fyrsta sinn gegn fyrrum félögum hans í KA. Liðin eigast við norðan heiða á þriðjudaginn næst komandi. Túfa var leikmaður KA frá 2006 til 2013 og var í þjálfarateymi liðsins til 2018, þar af sem aðalþjálfari frá 2015 til 2018. Arnar Grétarsson vildi ekki tjá sig um brotthvarfið frá Val að svo stöddu þegar íþróttadeild Vísis innti eftir slíku í morgun.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira