Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 23:59 Bandaríkjamennirnir tíu sem sleppt var úr haldi eru á leið til Bandaríkjanna. Bandaríska ríkið Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum. Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum.
Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45