Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 11:22 Eliza kveður Bessastaði á morgun. Eliza Reid Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira