Risarnir mætast í kvöld: „Svona leikir skipta alveg gríðarlega miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2024 13:00 Frá leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu á Kópavogsvelli Vísir/HAG Valur tekur á móti Breiðabliki í uppgjöri toppliða Bestu deildar kvenna á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins og lítið eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, lýst vel á viðureign liðanna í kvöld. Þetta séu leikirnir sem geri allt erfiðið þess virði. „Mér lýst mjög vel á þetta,“ segir Ásta Eir um stórleik kvöldsins gegn Val í samtali við Vísi. „Maður var ekkert endilega að vonast til þess að þetta yrði svona aftur. Þá er ég að tala um stóra leiki á miðju tímabili en deildin hefur þróast þannig. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörku leik. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks, kletturinn í vörn liðsins.Vísir/Vilhelm Frá leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu á Kópavogsvelli, leik sem endaði með 2-1 sigri Breiðabliks, hefur deildin nefnilegast þróast á þá leið að Valur hefur ekki tapað leik síðan þá á meðan að Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik. Þar af leiðandi eru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar en það eru Blikarnir sem verma toppsætið fyrir leik kvöldsins á betra markahlutfalli. „Að sjálfsögðu hefði ég þegið að vera með meira forskot á toppi deildarinnar komandi inn í leik kvöldsins. Flest liðin fara bara inn í alla leiki sína til þess að vinna. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur undanfarið. Sömuleiðis hjá Val.“ Frá leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Ykkur hefur gengið vel gegn Val upp á síðkastið. Unnið síðustu þrjár viðureignir gegn þeim í Bestu deildinni. Hvað þarf að gerast til þess að þið bætið fjórða leiknum við í kvöld? „Við þurfum að mæta tilbúnar. Ég hugsa að þetta verði leikur sem ræðst á því hvort liðið sé meira tilbúið. Upp á síðkastið höfum við verið seinar í gang í okkar leikjum. Það er ekki í boði í svona leik eins og í kvöld. Svo þurfum við að fylgja okkar plani. Gera hlutina eins og við erum bestar í. Það er stóra málið.“ Risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu mætast í kvöld. Þetta eru þau félög sem eiga flesta Íslandsmeistaratitlana í kvennaflokki. Breiðablik með átján titla, Valur með fjórtán. Og út frá tölfræði deildarinnar á yfirstandandi tímabili mætti stilla viðureigninni upp sem einvígi besta sóknarliðsins (Val) á móti besta varnarliðinu (Breiðablik). Jasmín Erla Ingadóttir, sóknarmaður Vals, er leikmaður sem Blikar munu þurfa að hafa góðar gætur á. Jasmín er markahæsti leikmaður Vals með sjö mörk á tímabilinu og kemur með sjálfstraustið í botni eftir tvennu í síðustu umferð gegn Tindastól.Vísir/Anton Brink Svona út frá þeirri staðreynd að þarna mætast annars vegar liðið sem hefur skorað felst mörk deildarinnar, Valur, og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk, Breiðablik. Má ekki búast við mikilli skák í kvöld? „Jú ætli það ekki. Þegar að þú segir þetta svona. Við munum hið minnsta reyna halda áfram að vera svona þéttar til baka líkt og raunin hefur verið hingað til. Láta þær finna fyrir því að það sé erfitt að brjóta okkur niður. En að sama skapi þurfum við að klára okkar færi fram á við. Vera meira yfirvegaðar fyrir framan markið en við höfum verið undanfarið. Við erum allar góðar í fótbolta. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur.“ Lið Vals og Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Bestu deildinni hingað til. Er bilið niður í næstu lið fyrir neðan þau, sem stendur í ellefu stigum, til marks um það. Sigurliðið í kvöld býr til bil upp á þrjú stig milli sín og tapliðsins þegar að þrjár umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Tilfinningin þegar að þú vaknaðir í morgun. Er hún öðruvísi en fyrir aðra leikdaga upp á síðkastið? „Nei í rauninni ekki. Ég er alveg frekar róleg. Þetta er bara fótbolti og þýðir ekkert að fara ofhugsa þetta eða eitthvað svoleiðis. Það er í rauninni ekkert öðruvísi hjá mér. Ég er bara aðallega spennt. Ég vaknaði hins vegar við rokið í morgun og hugsaði þá með mér „okey við erum að fara endurtaka leikinn frá því síðast“ en fyrri leikur okkar við Val á tímabilinu var leikinn í gulri veðurviðvörun. Það er bara stemning í því. Vonandi að fólk leggi það á sig að mæta á völlinn.“ Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik liðanna fyrr á tímabilinu: En þegar að maður tekur allt með í reikninginn. Innra og ytra umhverfi. Eru þetta þá ekki leikirnir sem maður vill spila sem fótboltaleikmaður? „Jú ekki spurning. Þetta er það sem maður er að æfa allan veturinn fyrir. Svona leikir sem skipta alveg gríðarlega miklu máli. Þá er líka bara alltaf gaman að spila við Val. Hörku leikir þar sem að bæði lið vilja svo mikið standa uppi sem sigurvegari. Það er alltaf gaman að spila þannig leiki. Ég er mjög spennt fyrir kvöldinu.“ Leikur Vals og Breiðabliks á N1 vellinum að Hlíðarenda hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir þennan stórleik hefst korteri fyrr, klukkan 17:45. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Mér lýst mjög vel á þetta,“ segir Ásta Eir um stórleik kvöldsins gegn Val í samtali við Vísi. „Maður var ekkert endilega að vonast til þess að þetta yrði svona aftur. Þá er ég að tala um stóra leiki á miðju tímabili en deildin hefur þróast þannig. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörku leik. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks, kletturinn í vörn liðsins.Vísir/Vilhelm Frá leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu á Kópavogsvelli, leik sem endaði með 2-1 sigri Breiðabliks, hefur deildin nefnilegast þróast á þá leið að Valur hefur ekki tapað leik síðan þá á meðan að Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik. Þar af leiðandi eru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar en það eru Blikarnir sem verma toppsætið fyrir leik kvöldsins á betra markahlutfalli. „Að sjálfsögðu hefði ég þegið að vera með meira forskot á toppi deildarinnar komandi inn í leik kvöldsins. Flest liðin fara bara inn í alla leiki sína til þess að vinna. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur undanfarið. Sömuleiðis hjá Val.“ Frá leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Ykkur hefur gengið vel gegn Val upp á síðkastið. Unnið síðustu þrjár viðureignir gegn þeim í Bestu deildinni. Hvað þarf að gerast til þess að þið bætið fjórða leiknum við í kvöld? „Við þurfum að mæta tilbúnar. Ég hugsa að þetta verði leikur sem ræðst á því hvort liðið sé meira tilbúið. Upp á síðkastið höfum við verið seinar í gang í okkar leikjum. Það er ekki í boði í svona leik eins og í kvöld. Svo þurfum við að fylgja okkar plani. Gera hlutina eins og við erum bestar í. Það er stóra málið.“ Risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu mætast í kvöld. Þetta eru þau félög sem eiga flesta Íslandsmeistaratitlana í kvennaflokki. Breiðablik með átján titla, Valur með fjórtán. Og út frá tölfræði deildarinnar á yfirstandandi tímabili mætti stilla viðureigninni upp sem einvígi besta sóknarliðsins (Val) á móti besta varnarliðinu (Breiðablik). Jasmín Erla Ingadóttir, sóknarmaður Vals, er leikmaður sem Blikar munu þurfa að hafa góðar gætur á. Jasmín er markahæsti leikmaður Vals með sjö mörk á tímabilinu og kemur með sjálfstraustið í botni eftir tvennu í síðustu umferð gegn Tindastól.Vísir/Anton Brink Svona út frá þeirri staðreynd að þarna mætast annars vegar liðið sem hefur skorað felst mörk deildarinnar, Valur, og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk, Breiðablik. Má ekki búast við mikilli skák í kvöld? „Jú ætli það ekki. Þegar að þú segir þetta svona. Við munum hið minnsta reyna halda áfram að vera svona þéttar til baka líkt og raunin hefur verið hingað til. Láta þær finna fyrir því að það sé erfitt að brjóta okkur niður. En að sama skapi þurfum við að klára okkar færi fram á við. Vera meira yfirvegaðar fyrir framan markið en við höfum verið undanfarið. Við erum allar góðar í fótbolta. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur.“ Lið Vals og Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Bestu deildinni hingað til. Er bilið niður í næstu lið fyrir neðan þau, sem stendur í ellefu stigum, til marks um það. Sigurliðið í kvöld býr til bil upp á þrjú stig milli sín og tapliðsins þegar að þrjár umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Tilfinningin þegar að þú vaknaðir í morgun. Er hún öðruvísi en fyrir aðra leikdaga upp á síðkastið? „Nei í rauninni ekki. Ég er alveg frekar róleg. Þetta er bara fótbolti og þýðir ekkert að fara ofhugsa þetta eða eitthvað svoleiðis. Það er í rauninni ekkert öðruvísi hjá mér. Ég er bara aðallega spennt. Ég vaknaði hins vegar við rokið í morgun og hugsaði þá með mér „okey við erum að fara endurtaka leikinn frá því síðast“ en fyrri leikur okkar við Val á tímabilinu var leikinn í gulri veðurviðvörun. Það er bara stemning í því. Vonandi að fólk leggi það á sig að mæta á völlinn.“ Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik liðanna fyrr á tímabilinu: En þegar að maður tekur allt með í reikninginn. Innra og ytra umhverfi. Eru þetta þá ekki leikirnir sem maður vill spila sem fótboltaleikmaður? „Jú ekki spurning. Þetta er það sem maður er að æfa allan veturinn fyrir. Svona leikir sem skipta alveg gríðarlega miklu máli. Þá er líka bara alltaf gaman að spila við Val. Hörku leikir þar sem að bæði lið vilja svo mikið standa uppi sem sigurvegari. Það er alltaf gaman að spila þannig leiki. Ég er mjög spennt fyrir kvöldinu.“ Leikur Vals og Breiðabliks á N1 vellinum að Hlíðarenda hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir þennan stórleik hefst korteri fyrr, klukkan 17:45.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira