Innlent

Flutninga­bíll varð al­elda í Þrengslum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd frá slökkvistarfi á vettvangi. 
Mynd frá slökkvistarfi á vettvangi.  Aðsend

Slökkviliðinu í Árnessýslu barst útkall á áttunda tímanum í kvöld eftir að eldur hafði kviknað í mannskapshúsi flutningabíls á Þrengslavegi. 

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir dælubíl og tankbíl frá Hveragerði hafa verið ræsta út. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast í brunanum. Ökumaður bílsins hafi komist öruggur út úr honum. 

Fljótlega hafi verið ljóst að meira vatn yrfti til slökkvistarfsins. Varna þyrfti að eldur kæmist í vagn flutningabílsins, sem hafi verið fullur af farmi. Því hafi tankbílar frá Selfossi og Þorlákshöfn verið kallaðir út að auki. 

„Slökkvistarf stendur ennþá yfir. Það er búið að slökkva í mannskapshúsinu en það þarf að vakta þetta svolítið vel af því að það eru olíuefni og annað í þessu, til að varna því að það kvikni í vagninum,“ segir Pétur í samtali við Fréttastofu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×