Innlent

Lúxus­snekkja Ratclif­fe í Reykja­víkur­höfn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Snekkjan ber nafnið Sherpa.
Snekkjan ber nafnið Sherpa. Vísir/Sigurjón

Sherpa, lúxussnekkja breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, liggur við Grandabakka í Reykjavíkurhöfn.

Enginn var við skipið þegar ljósmyndara Vísis bar að garði, en mbl greindi frá því að skipið hefði verið rispað og verið væri að mála það.

Glæsilegt skipVísir/Sigurjón

Á eitt prósent Íslands

Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi í gegnum félag sitt Six Rivers Iceland, sem hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands.

Árið 2021 sagði hann í fréttum Stöðvar 2 að hann hyggðist ekki kaupa meira land á Íslandi.

Sjá einnig: Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum


Tengdar fréttir

Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×