Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 08:00 Lögregla girti af vettvang árásarinnar í Southport með tjöldum og borðum. Þá var flug dróna og þyrlna takmarkað á meðan aðgerðir voru í gangi. Vísir/EPA Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni. Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni.
Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38
Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45