Tölum um umferðaröryggi Ágúst Mogensen skrifar 30. júlí 2024 08:00 Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur. Ástæðan er oftast sú að ökumaður ekur of hratt, er þreyttur undir stýri eða er undir áhrifum áfengis eða vímuefna, eða er í símanum á meðan ekið er. Flest þau sem slasast eru ungir ökumenn á aldrinum 17-20 ára, af öllum kynjum. Einkenni slysa á þjóðvegum eru árekstrar, útafakstur og bílveltur en það er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Notkun bílbelta dregur úr meiðslum ef slys verða og með því að draga úr hraða og blanda ekki saman áfengi og akstri má fækka slysum. Ræðum við ungu ökumennina okkar Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast með tilheyrandi stuði og útihátíðum má búast við að umferðin á vegunum verði mikil. Margir eru á ferðinni, fólk fer í sumarbústaði, bæjarhátíðir og umferð erlendra ferðamanna er einnig töluverð. Ekki síst eru ungu ökumennirnir okkar á leiðinni í stuðið, hjá þeim eru bílarnir oft þéttsetnir og stemmingin mikil. En áður en þau rúlla úr hlaðinu heima, ræðum við ungmennin okkar og minnum þau á að gæta að hraðanum, hvíla sig áður en lagt er af stað og auðvitað að keyra aldrei undir áhrifum. Gætum þess líka að vera þeim fyrirmynd í þessum efnum sjálf, besta forvörnin er að sýna þeim heilbrigða hegðun í umferðinni. Ölvunarakstur Ölvunarakstur er ein af algengustu orsökum alvarlegra slysa og vert að hafa í huga nú um verslunarmannahelgina þegar áfengi er haft um hönd. Áfengið kann að virka sem hressleikameðal, sérstaklega í upphafi neyslu en þá er alkóhólið bara að slökkva á bremsunni hjá okkur. Áfengi hefur í raun slævandi áhrif á taugakerfið, dregur úr athygli og viðbragðsflýti. Því er best er að láta bílinn alveg vera ef verið er að drekka og sofa vel áður en lagt er í hann daginn eftir. Lögreglan er með sérstakt eftirlit með stútum undir stýri um verslunarmannahelgina en allir geta lagt sitt af mörkum því rannsóknir hafa sýnt að viðhorf vina, kunningja og ættingja til ölvunaraksturs skiptir máli. Ef ölvunarakstur er litinn hornauga í hópnum þá eru minni líkur að einhver keyri eftir að hafa fengið sér áfengi. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Það er líka hollt að velta fyrir sér hvernig á að fara að ef bílprófið tapast. Þarftu bíl til að komast til vinnu? Skutla á leikskóla? Komast í skóla? Tímasparnaður sem fylgir hraðakstri er sáralítill og óréttlætanlegur þar sem aukning á slysahættu eykst svo um munar. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Umferðin getur verið þung og hæg þegar fólk er að leggja af stað í ferðalag en við verðum bara sýna þolinmæði. Tökum ekki óþarfa áhættu með framúrakstri og gerum það ekki nema útsýni sé gott og engin umferð á móti. Árekstur á 90 km/klst. hraða við annan bíl er mjög alvarlegt umferðarslys því hvorki bílarnir eða mannfólkið eru hönnuð til að þola þann árekstrarhraða. Látum farsímann vera í akstri Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á 90 km/hraða vegna þess þú þarft að lesa og skrifa skilaboð eins og ,,já er að lenda”, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. Að stilla síma á akstursstillingu (Driving focus/Driving mode) áður en haldið er af stað dregur úr áreiti frá símanum og óþarfa truflun. Fleiri dotta undir stýri en okkur grunar Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 40% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% viðurkenndu að hafa dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagstímum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega um verslunarmannahelgina og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Samgöngur Ferðalög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur. Ástæðan er oftast sú að ökumaður ekur of hratt, er þreyttur undir stýri eða er undir áhrifum áfengis eða vímuefna, eða er í símanum á meðan ekið er. Flest þau sem slasast eru ungir ökumenn á aldrinum 17-20 ára, af öllum kynjum. Einkenni slysa á þjóðvegum eru árekstrar, útafakstur og bílveltur en það er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Notkun bílbelta dregur úr meiðslum ef slys verða og með því að draga úr hraða og blanda ekki saman áfengi og akstri má fækka slysum. Ræðum við ungu ökumennina okkar Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast með tilheyrandi stuði og útihátíðum má búast við að umferðin á vegunum verði mikil. Margir eru á ferðinni, fólk fer í sumarbústaði, bæjarhátíðir og umferð erlendra ferðamanna er einnig töluverð. Ekki síst eru ungu ökumennirnir okkar á leiðinni í stuðið, hjá þeim eru bílarnir oft þéttsetnir og stemmingin mikil. En áður en þau rúlla úr hlaðinu heima, ræðum við ungmennin okkar og minnum þau á að gæta að hraðanum, hvíla sig áður en lagt er af stað og auðvitað að keyra aldrei undir áhrifum. Gætum þess líka að vera þeim fyrirmynd í þessum efnum sjálf, besta forvörnin er að sýna þeim heilbrigða hegðun í umferðinni. Ölvunarakstur Ölvunarakstur er ein af algengustu orsökum alvarlegra slysa og vert að hafa í huga nú um verslunarmannahelgina þegar áfengi er haft um hönd. Áfengið kann að virka sem hressleikameðal, sérstaklega í upphafi neyslu en þá er alkóhólið bara að slökkva á bremsunni hjá okkur. Áfengi hefur í raun slævandi áhrif á taugakerfið, dregur úr athygli og viðbragðsflýti. Því er best er að láta bílinn alveg vera ef verið er að drekka og sofa vel áður en lagt er í hann daginn eftir. Lögreglan er með sérstakt eftirlit með stútum undir stýri um verslunarmannahelgina en allir geta lagt sitt af mörkum því rannsóknir hafa sýnt að viðhorf vina, kunningja og ættingja til ölvunaraksturs skiptir máli. Ef ölvunarakstur er litinn hornauga í hópnum þá eru minni líkur að einhver keyri eftir að hafa fengið sér áfengi. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Það er líka hollt að velta fyrir sér hvernig á að fara að ef bílprófið tapast. Þarftu bíl til að komast til vinnu? Skutla á leikskóla? Komast í skóla? Tímasparnaður sem fylgir hraðakstri er sáralítill og óréttlætanlegur þar sem aukning á slysahættu eykst svo um munar. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Umferðin getur verið þung og hæg þegar fólk er að leggja af stað í ferðalag en við verðum bara sýna þolinmæði. Tökum ekki óþarfa áhættu með framúrakstri og gerum það ekki nema útsýni sé gott og engin umferð á móti. Árekstur á 90 km/klst. hraða við annan bíl er mjög alvarlegt umferðarslys því hvorki bílarnir eða mannfólkið eru hönnuð til að þola þann árekstrarhraða. Látum farsímann vera í akstri Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á 90 km/hraða vegna þess þú þarft að lesa og skrifa skilaboð eins og ,,já er að lenda”, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. Að stilla síma á akstursstillingu (Driving focus/Driving mode) áður en haldið er af stað dregur úr áreiti frá símanum og óþarfa truflun. Fleiri dotta undir stýri en okkur grunar Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 40% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% viðurkenndu að hafa dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagstímum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega um verslunarmannahelgina og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun