Segir að Liverpool muni spila með „alvöru framherja“ í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 12:46 Þjálfari Liverpool. Justin Berl/Getty Images Arne Slot, nýráðinn þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir að sínir menn muni spila með „alvöru framherja“ á komandi tímabili eða svokallaða níu. Hinn 45 ára gamli Slot tekur við Liverpool eftir góðan árangur með Feyenoord í heimalandinu Hollandi. Hann fær það verðuga verkefni að taka við af einum ástsælasta stjóra Liverpool frá upphafi, Jürgen Klopp. Klopp byggði sitt besta Liverpool-lið að vissu upp á því að spila með Roberto Firmino sem falska níu. Þrátt fyrir að Firmino væri stillt upp sem fremsta manni þá var hann það sjaldan þar sem framherjar liðsins voru að venju þeir sem komust í flest færin og skoruðu mörkin. Firmino vann hins vegar mikilvæga vinnu bæði þegar kom að pressu sem og í uppspili. Hann var hins vegar ekki nálægt því að skora jafn mörg mörk og kollegar sínir. Alls skoraði hann í 111 mörk og gaf 75 stoðsendingar í 362 leikjum fyrir Liverpool. Slot ræddi við fjölmiðla nýverið og þar kom fram að lið hans muni spila með „alvöru framherja“ ólíkt því sem það gerði gegn Real Betis þar sem liðið er enn án fjölda lykilmanna eftir þátttöku þeirra á Evrópumótinu sem og Suður-Ameríkukeppninni. „Á þessari leiktíð munuð þið sjá okkur spila með alvöru framherja en á þessari stundu erum við ekki með neinn leikfæran,“ sagði Slot. Liverpool mætir nýliðum Ipswich Town í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Slot tekur við Liverpool eftir góðan árangur með Feyenoord í heimalandinu Hollandi. Hann fær það verðuga verkefni að taka við af einum ástsælasta stjóra Liverpool frá upphafi, Jürgen Klopp. Klopp byggði sitt besta Liverpool-lið að vissu upp á því að spila með Roberto Firmino sem falska níu. Þrátt fyrir að Firmino væri stillt upp sem fremsta manni þá var hann það sjaldan þar sem framherjar liðsins voru að venju þeir sem komust í flest færin og skoruðu mörkin. Firmino vann hins vegar mikilvæga vinnu bæði þegar kom að pressu sem og í uppspili. Hann var hins vegar ekki nálægt því að skora jafn mörg mörk og kollegar sínir. Alls skoraði hann í 111 mörk og gaf 75 stoðsendingar í 362 leikjum fyrir Liverpool. Slot ræddi við fjölmiðla nýverið og þar kom fram að lið hans muni spila með „alvöru framherja“ ólíkt því sem það gerði gegn Real Betis þar sem liðið er enn án fjölda lykilmanna eftir þátttöku þeirra á Evrópumótinu sem og Suður-Ameríkukeppninni. „Á þessari leiktíð munuð þið sjá okkur spila með alvöru framherja en á þessari stundu erum við ekki með neinn leikfæran,“ sagði Slot. Liverpool mætir nýliðum Ipswich Town í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira