Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2024 22:57 Mynd úr flugi yfir Skálm síðdegis. Sveinbjörn Darri Matthíasson Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira