Allt í háaloft þegar faðirinn sneri til baka úr veikindaleyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 11:20 Fyrirtækið sem um ræðir er smíðaverkstæði. Getty Átök í fjölskyldufyrirtæki sem lauk með því að synir sögðu föður sínum upp störfum leiddu til dómsmáls. Tuttugu árum eftir að feðgarnir stofnuðu fyrirtækið fór allt í háaloft. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í vikunni. Faðirinn stefndi fyrirtækinu, smíðaverkstæði sem hann stofnaði með sonum sínum árið 2000, og krafðist á fjórða tug milljóna króna. Faðirinn átti í upphafi 40 prósent í fyrirtækinu en synir hans hvor um sig 30 prósent. Þegar eiginkona föðurins féll frá árið 2019 erfðu börn þeirra hluta móður sinnar sem hafði verið hjúskapareign foreldranna. Þá breyttust hlutföllin þannig að annar sonurinn varð stærsti hluthafinn með 43 prósent en hlutur föðurins varð 27 prósent. Sneri aftur með látum Faðirinn, sem var skráður framkvæmdastjóri, varð fyrir slysi í ársbyrjun 2021 og var í kjölfarið óvinnufær. Hann fékk fullar launagreiðslur út júlí það ár þegar veikindaréttur hans var uppurinn. Hann sneri aftur til vinnu í október og greiddi sér laun næstu tvo mánuði. Mikið ósætti varð á vinnustaðnum í kjölfar endurkomu föðurins. Hann sagði gjaldkera og bókara fyrirtækisins fyrirvaralaust upp en um var að ræða eiginkonu sonar hans sem fór með stærstan hlut í fyrirtækinu. Sagði faðirinn að konan hefði orðið uppvís að grófum og ítrekuðum brotum í starfi. Þau fælu í sér broti á hlýðnisskyldu, greiðslu ósamþykktra reikninga, fjárdrátt og undanskoti verðmæta í eigu fyrirtækisins sem hefðu verið nýtt til að byggja húss í eigu konunnar. Var konan krafin um að yfirgefa vinnustaðinn án tafar. Þá sakaði faðirinn son sinn og eiginkonu hans um úttektir upp á tugi milljóna króna sem hefðu farið í íbúðarhús hjónanna. Lokuðu á aðgang föður Synirnir brugðust við með því að reyna að boða til hluthafafundar til að tryggja yfirráð sín í fyrirtækinu. Það tókst loks milli jóla og nýárs þar sem skráningu félagsins var breytt á þann veg að annar sonurinn var stjórnarmaður og hinn varamaður. Var í framhaldinu lokað á símanúmer föðurins á vegum fyrirtækisins sem og aðgangi að tölvupósti og heimabanka sem hann hafði haft sem framkvæmdastjóri. Þá þurfti hann að skila bíl sem hann hafði umráð yfir. Þá var hann krafinn um að tæma íbúð sem hann hafði búið í. Faðirinn túlkaði framgöngu stjórnar fela í sér uppsögn sem framkvæmdastjóra og krafðist launa í sex mánuði. Þeirri beiðni var hafnað og vísað til þess að enginn ráðningarsamningur hefði verið fyrir hendi. Persónuleg útlát dregin frá arðgreiðslum Faðirinn hefði greitt sér laun í þrjá mánuði eftir endurkomuna án þess að skila tímaskýrslum. Hann hefði auk þess notað kreditkort fyrirtækisins til eigin nota, nýtt í læknisheimsóknir, hádegismat, matarinnkaup og tölvukaup. Allt væru óheimilar úttektir. Þá hefði faðirinn látið fyrirtækið borga bókhaldsstofu og lögmanni fyrir persónulega vinnu. Auk þess hefði hann gefið út fjölda reikninga með röngum fjárhæðum og í mörgum tilvikum án þess að efniskostnaður væri innheimtur samhliða. Sundurliðun á vinnu og efniskostnaði hefði vantað og viðskiptavinir orðið ósáttir við útgefna reikninga. Kröfur hefðu safnast upp og stefnandi ekki greitt reikninga á réttum tíma. Faðirinn ákvað því að stefna fyrirtækinu og krafðist arðgreiðslu upp á 27 milljónir og sex milljónir króna í vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu hans um arðgreiðslu en ekki launin því synirnir hefðu verið í rétti til að reka föður sinn. Frá 27 milljóna króna arðgreiðslunni dragast þó 3,7 milljónir króna sem hann hafði þegar fengið greiddar og uppsöfnuð útgjöld vegna persónulegs kostnaðar sem faðirinn hafði látið fyrirtækið greiða. Honum voru dæmdar 7,4 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í vikunni. Faðirinn stefndi fyrirtækinu, smíðaverkstæði sem hann stofnaði með sonum sínum árið 2000, og krafðist á fjórða tug milljóna króna. Faðirinn átti í upphafi 40 prósent í fyrirtækinu en synir hans hvor um sig 30 prósent. Þegar eiginkona föðurins féll frá árið 2019 erfðu börn þeirra hluta móður sinnar sem hafði verið hjúskapareign foreldranna. Þá breyttust hlutföllin þannig að annar sonurinn varð stærsti hluthafinn með 43 prósent en hlutur föðurins varð 27 prósent. Sneri aftur með látum Faðirinn, sem var skráður framkvæmdastjóri, varð fyrir slysi í ársbyrjun 2021 og var í kjölfarið óvinnufær. Hann fékk fullar launagreiðslur út júlí það ár þegar veikindaréttur hans var uppurinn. Hann sneri aftur til vinnu í október og greiddi sér laun næstu tvo mánuði. Mikið ósætti varð á vinnustaðnum í kjölfar endurkomu föðurins. Hann sagði gjaldkera og bókara fyrirtækisins fyrirvaralaust upp en um var að ræða eiginkonu sonar hans sem fór með stærstan hlut í fyrirtækinu. Sagði faðirinn að konan hefði orðið uppvís að grófum og ítrekuðum brotum í starfi. Þau fælu í sér broti á hlýðnisskyldu, greiðslu ósamþykktra reikninga, fjárdrátt og undanskoti verðmæta í eigu fyrirtækisins sem hefðu verið nýtt til að byggja húss í eigu konunnar. Var konan krafin um að yfirgefa vinnustaðinn án tafar. Þá sakaði faðirinn son sinn og eiginkonu hans um úttektir upp á tugi milljóna króna sem hefðu farið í íbúðarhús hjónanna. Lokuðu á aðgang föður Synirnir brugðust við með því að reyna að boða til hluthafafundar til að tryggja yfirráð sín í fyrirtækinu. Það tókst loks milli jóla og nýárs þar sem skráningu félagsins var breytt á þann veg að annar sonurinn var stjórnarmaður og hinn varamaður. Var í framhaldinu lokað á símanúmer föðurins á vegum fyrirtækisins sem og aðgangi að tölvupósti og heimabanka sem hann hafði haft sem framkvæmdastjóri. Þá þurfti hann að skila bíl sem hann hafði umráð yfir. Þá var hann krafinn um að tæma íbúð sem hann hafði búið í. Faðirinn túlkaði framgöngu stjórnar fela í sér uppsögn sem framkvæmdastjóra og krafðist launa í sex mánuði. Þeirri beiðni var hafnað og vísað til þess að enginn ráðningarsamningur hefði verið fyrir hendi. Persónuleg útlát dregin frá arðgreiðslum Faðirinn hefði greitt sér laun í þrjá mánuði eftir endurkomuna án þess að skila tímaskýrslum. Hann hefði auk þess notað kreditkort fyrirtækisins til eigin nota, nýtt í læknisheimsóknir, hádegismat, matarinnkaup og tölvukaup. Allt væru óheimilar úttektir. Þá hefði faðirinn látið fyrirtækið borga bókhaldsstofu og lögmanni fyrir persónulega vinnu. Auk þess hefði hann gefið út fjölda reikninga með röngum fjárhæðum og í mörgum tilvikum án þess að efniskostnaður væri innheimtur samhliða. Sundurliðun á vinnu og efniskostnaði hefði vantað og viðskiptavinir orðið ósáttir við útgefna reikninga. Kröfur hefðu safnast upp og stefnandi ekki greitt reikninga á réttum tíma. Faðirinn ákvað því að stefna fyrirtækinu og krafðist arðgreiðslu upp á 27 milljónir og sex milljónir króna í vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu hans um arðgreiðslu en ekki launin því synirnir hefðu verið í rétti til að reka föður sinn. Frá 27 milljóna króna arðgreiðslunni dragast þó 3,7 milljónir króna sem hann hafði þegar fengið greiddar og uppsöfnuð útgjöld vegna persónulegs kostnaðar sem faðirinn hafði látið fyrirtækið greiða. Honum voru dæmdar 7,4 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira