Njarðvíkingar hægðu á Þrótturum Siggeir Ævarsson skrifar 25. júlí 2024 21:33 Þróttarar fengu smá kælingu í kvöld, þrátt fyrir að hiti hafi verið í leiknum ÞRÓTTUR REYKJAVÍK Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd. Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil. Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil.
Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira