Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 16:33 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play, og einn stærsti hluthafi í félaginu. Einar Árnason Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Play fyrir mánuðina apríl til júní sem kynnt var í dag. Nokkur eftirvænting var því eftir kynningu á uppgjöri annars ársfjórðungs í dag eftir að Play kippti afkomuspá sinni fyrir árið úr gildi í byrjun vikunnar. Flugfélagið fetaði þar með í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í lok maí. Verð á hlutabréfum í Play hefur fallið um níutíu prósent á síðasta ári og um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu fyrr á árinu. Tekjur jukust á stærsta ársfjórðungnum Tekjur Play jukust um sjö prósent á milli ára og námu rúmlega tíu milljörðum króna. Annar ársfjórðungur var sá stærsti í rekstri Play sem flutti 442 þúsund farþega, sem er 13 prósenta aukning frá í fyrra. „Meðfram allri þessari aukningu var stundvísi PLAY 89%, sem gerir okkur að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Það er frábær niðurstaða hjá samstarfsfólki mínu og sýnir þá miklu fagmennsku sem býr í teyminu okkar,“ segir Einar Örn Ólafsson forstjóri í tilkynningu. Lausafjárstaða félagsins var 51,4 milljónir bandaríkjadollara eða um sjö milljarðar íslenskra króna, við lok annars ársfjórðungs. „Rekstrarniðurstaða annars ársfjórðungs var lituð af lakari frammistöðu í tengifluginu yfir Atlantshafið. Þar á stærstan þátt umtalsverður vöxtur í framboði á beinu flugi yfir Atlantshafið. Flugfélög hafa hins vegar dregið úr framboði fyrir haustið og veturinn, sem mun draga úr vextinum ef tekið er mið af útgefnum áætlunum. Árstíðarsveiflur í eftirspurn eru mun meiri nú en fyrir heimsfaraldurinn vegna þess að vinnutengd ferðalög hafa ekki náð sömu tíðni og áður.“ Sökum þess hafi Play aðlagað áætlun sína til Norður-Ameríku fyrir haustið og veturinn til að koma betur til móts við árstíðarbundnar sveiflur í eftirspurn. „Á sama tíma höfum við ákveðið að auka framboð á sætum til núverandi og nýrra sólarlandaáfangastaða í Evrópu og Afríku sem eru arðsamari.“ Páskarnir fyrr á ferðinni í fyrra „Við fundum ennþá fyrir áhrifum sem jarðhræringar og eldgos höfðu á eftirspurn eftir flugi til landsins á öðrum ársfjórðungi og þá litaði það einnig niðurstöðu annars ársfjórðungs að páskarnir voru á fyrsta ársfjórðungi 2024 en ekki í apríl eins og í fyrra,“ segir Einar Örn. „Þá höfum við einnig þurft að eiga við fækkun ferðamanna á Íslandi, sem er að okkar mati bein afleiðing öflugs markaðsstarfs nágrannaþjóða okkar við að laða ferðamenn til sín. Þessar þjóðir vörðu 21 milljón evra í markaðssetningu til ferðamanna, og var 92% af því fjármagni frá hinu opinbera. Ísland þarf á stóru markaðsátaki að halda til að laða ferðamenn til landsins og ég trúi því að það sé hægt með samhentum aðgerðum íslensku ferðaþjónustunnar og yfirvalda.“ Við það megi bæta að öryggi spili stórt hlutverk þegar komi að vali ferðamanna á næsta áfangastað. „Borið hefur á þeim misskilningi erlendis að Ísland sé ekki öruggur áfangastaður vegna jarðhræringa og eldgosa. Það þarf að vinna bug á þessum misskilningi sem er vel hægt að gera með öflugri herferð.“ Staðan „mjög traust“ „Þrátt fyrir að niðurstaða fyrstu sex mánaða þessa árs hefði mátt vera betri, þá lítum við björtum augum á það sem eftir lifir árs. Við höfum aðlagað áætlun okkar að árstíðarsveiflum og vinnum stöðugt að því að halda kostnaði okkar eins lágum og mögulegt er og höfum því gripið til aðgerða til að draga úr kostnaði fyrirtækisins. Þá er bókunarstaða okkar sterk inn á fjórða ársfjórðung.“ Sjóðsstreymi í öðrum ársfjórðungi hafi verið minna en á sama tíma í fyrra. Að mestu vegna þess að vöxtur Play hafi verið minni milli fjórðunga í ár og einnig vegna ögn verri fjárhagsniðurstöðu. „Staða okkar er mjög traust, við höfum stöðugt bætt reksturinn á hverju ári og munum halda því áfram, og munum hér eftir sem áður bjóða fólki upp á flug á frábæru verði til spennandi áfangastaða.“ Play Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir „Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. júlí 2024 23:08 Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. 23. júlí 2024 11:59 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Play fyrir mánuðina apríl til júní sem kynnt var í dag. Nokkur eftirvænting var því eftir kynningu á uppgjöri annars ársfjórðungs í dag eftir að Play kippti afkomuspá sinni fyrir árið úr gildi í byrjun vikunnar. Flugfélagið fetaði þar með í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í lok maí. Verð á hlutabréfum í Play hefur fallið um níutíu prósent á síðasta ári og um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu fyrr á árinu. Tekjur jukust á stærsta ársfjórðungnum Tekjur Play jukust um sjö prósent á milli ára og námu rúmlega tíu milljörðum króna. Annar ársfjórðungur var sá stærsti í rekstri Play sem flutti 442 þúsund farþega, sem er 13 prósenta aukning frá í fyrra. „Meðfram allri þessari aukningu var stundvísi PLAY 89%, sem gerir okkur að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Það er frábær niðurstaða hjá samstarfsfólki mínu og sýnir þá miklu fagmennsku sem býr í teyminu okkar,“ segir Einar Örn Ólafsson forstjóri í tilkynningu. Lausafjárstaða félagsins var 51,4 milljónir bandaríkjadollara eða um sjö milljarðar íslenskra króna, við lok annars ársfjórðungs. „Rekstrarniðurstaða annars ársfjórðungs var lituð af lakari frammistöðu í tengifluginu yfir Atlantshafið. Þar á stærstan þátt umtalsverður vöxtur í framboði á beinu flugi yfir Atlantshafið. Flugfélög hafa hins vegar dregið úr framboði fyrir haustið og veturinn, sem mun draga úr vextinum ef tekið er mið af útgefnum áætlunum. Árstíðarsveiflur í eftirspurn eru mun meiri nú en fyrir heimsfaraldurinn vegna þess að vinnutengd ferðalög hafa ekki náð sömu tíðni og áður.“ Sökum þess hafi Play aðlagað áætlun sína til Norður-Ameríku fyrir haustið og veturinn til að koma betur til móts við árstíðarbundnar sveiflur í eftirspurn. „Á sama tíma höfum við ákveðið að auka framboð á sætum til núverandi og nýrra sólarlandaáfangastaða í Evrópu og Afríku sem eru arðsamari.“ Páskarnir fyrr á ferðinni í fyrra „Við fundum ennþá fyrir áhrifum sem jarðhræringar og eldgos höfðu á eftirspurn eftir flugi til landsins á öðrum ársfjórðungi og þá litaði það einnig niðurstöðu annars ársfjórðungs að páskarnir voru á fyrsta ársfjórðungi 2024 en ekki í apríl eins og í fyrra,“ segir Einar Örn. „Þá höfum við einnig þurft að eiga við fækkun ferðamanna á Íslandi, sem er að okkar mati bein afleiðing öflugs markaðsstarfs nágrannaþjóða okkar við að laða ferðamenn til sín. Þessar þjóðir vörðu 21 milljón evra í markaðssetningu til ferðamanna, og var 92% af því fjármagni frá hinu opinbera. Ísland þarf á stóru markaðsátaki að halda til að laða ferðamenn til landsins og ég trúi því að það sé hægt með samhentum aðgerðum íslensku ferðaþjónustunnar og yfirvalda.“ Við það megi bæta að öryggi spili stórt hlutverk þegar komi að vali ferðamanna á næsta áfangastað. „Borið hefur á þeim misskilningi erlendis að Ísland sé ekki öruggur áfangastaður vegna jarðhræringa og eldgosa. Það þarf að vinna bug á þessum misskilningi sem er vel hægt að gera með öflugri herferð.“ Staðan „mjög traust“ „Þrátt fyrir að niðurstaða fyrstu sex mánaða þessa árs hefði mátt vera betri, þá lítum við björtum augum á það sem eftir lifir árs. Við höfum aðlagað áætlun okkar að árstíðarsveiflum og vinnum stöðugt að því að halda kostnaði okkar eins lágum og mögulegt er og höfum því gripið til aðgerða til að draga úr kostnaði fyrirtækisins. Þá er bókunarstaða okkar sterk inn á fjórða ársfjórðung.“ Sjóðsstreymi í öðrum ársfjórðungi hafi verið minna en á sama tíma í fyrra. Að mestu vegna þess að vöxtur Play hafi verið minni milli fjórðunga í ár og einnig vegna ögn verri fjárhagsniðurstöðu. „Staða okkar er mjög traust, við höfum stöðugt bætt reksturinn á hverju ári og munum halda því áfram, og munum hér eftir sem áður bjóða fólki upp á flug á frábæru verði til spennandi áfangastaða.“
Play Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir „Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. júlí 2024 23:08 Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. 23. júlí 2024 11:59 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. júlí 2024 23:08
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. 23. júlí 2024 11:59