Bless Barkley, Shaq og félagar: TNT stöðin missir NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 10:00 Shaquille O'Neal, Ernie Johnson, Kenny Smith og Charles Barkley hafa farið lengi á kostum í Inside the NBA þáttunum á TNT. TNT Sports NBA deildin í körfubolta ætlar að segja skilið við margra áratuga samstarf sitt við TNT sjónvarpsstöðina en þetta varð endanlega ljóst þegar gengið var frá sjónvarpssamningum við Disney, NBC og Amazon Prime Video í gær. Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NBA Fjölmiðlar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NBA Fjölmiðlar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“