Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng
Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.
Tengdar fréttir
Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári
Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.
„Sláandi“ verðbólgu má líklega tengja við kjarasamninga
Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar.