Innlent

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð út í tvö verkefni eftir hádegi í dag. 
Þyrlan var kölluð út í tvö verkefni eftir hádegi í dag.  Vísir/Vilhelm

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu, og segir björgunarsveitir í Vík og undir Eyjafjöllum hafi verið kallaðar út. Hann segir ferðalangana sem féllu ofan í lónið hafa komist sjálfir upp úr og þeir séu komnir í sjúkrabíl.

Björgunarsveitir í Mývatnssveit, á Húsavík og Kópaskeri voru kallaðar út vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi en tilkynning barst um að tveir reiðhjólamenn hefðu lent í vandræðum á ferð sinni og annar fallið niður einhverja hæð. 

Þyrlan var á leið að Ásbyrgi að sækja reiðhjólafólkið en var snúið við og flogið í átt að Sólheimajökli til að aðstoða göngufólkið. Þegar tíðindi bárust um að ferðalangarnir væru komnir í sjúkrabíl var þyrlunni aftur snúið norður og er á leið þangað að aðstoða reiðhjólafólkið. Hreggviður Símonarson hjá Landhelgisgæslunni staðfestir þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×