Sport

Frönsku Alparnir fá Ólympíu­leikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólympíuleikarnir á Eiffel turninum í tilefni að Ólympíuleikarnir verða settir í París á föstudaginn.
Ólympíuleikarnir á Eiffel turninum í tilefni að Ólympíuleikarnir verða settir í París á föstudaginn. Getty/David Ramos

Vetrarólympíuleikarnir árið 2030 verða haldnir í Frakklandi eða nánar tilgetið í frönsku Ölpunum.

Alþjóða Ólympíunefndin gaf það út formlega í dag að Frakkland, sem heldur sumarólympíuleikana í ár, haldi einnig vetrarleikanna eftir sex ár.

Leikarnir munu verða haldnir í bæði Auvergne-Rhone-Alpes og Provence-Alpes-Cote d'Azur.

Aðrir sem sýndu því áhuga að halda leikana voru Salt Lake City í Bandaríkjunum, Stokkhólmur og Åre í Svíþjóð og Svisslendingar í nokkrum borgum í Ölpunum. Það hefur verið mikill taprekstur á Vetrarólympíuleikunum undanfarið og líka alltaf erfiðara að halda vetrarleika þegar aðstæður versna á skíðastöðunum vegna loftslagsbreytinga.

Þetta verður í fjórða sinn sem Frakkar halda Vetrarólympíuleikanna en í fyrsta sinn síðan þeir fóru fram í Albertville árið 1992.

Næstu Vetrarólympíuleikar munu fara fram í Mílanó og Cortina á Ítalíu frá 6. til 22. febrúar 2026. Evrópa og Alparnir fá því tvo Vetrarólympíuleika í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×