Innlent

Leiðindi í lyfja­verslun og æsingur í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verkefni lögreglu virðast hafa verið fá en fjölbreytt í gærkvöldi og nótt.
Verkefni lögreglu virðast hafa verið fá en fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars beðin um aðstoð vegna manns í lyfjaverslun sem var „með almenn leiðindi“.

Maðurinn var hins vegar farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að.

Einn var handtekinn eftir „æsing og ónæði“ í miðborginni og annar skömmu síðar en sá hafði haft í hótunum við gesti veitingastaðar.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað á tösku á hóteli og brotnar rúður í skóla.

Tveir voru handteknir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en annar var auk þess á ótryggðum bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×