Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 06:53 Ekkert virðist geta stoppað Harris frá því að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty/Nathan Howard Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna. Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira